Skandali, fyrir okkur hin.

Undir feldi við arinsnark (Logi)

Undir feldi við arinsnark (Logi)

við búum okkur undir veturinn

leggjumst í hýði undir ullarteppi

söfnum fituforða

slátrum, sultum, söltum, súrsum

niðursjóðum okkur í

tebolla

fyrir framan sjónvarpið

hjúfrum okkur uppað

hlýjum líkömum

þegar veðrið sækir í sig

veðrið

þegar frostið tekur

að japla á tánum

og kári guðar hás á

saltbrima glugga

þegar síðustu laufin rjúka

útí veður og vind

þá er haustið úti

og við rennum

uppí háls

Úr Poésies (Isidore-Lucien Ducasse)

Úr Poésies (Isidore-Lucien Ducasse)

Úr Passamyndir (Einar Már Guðmundsson)

Úr Passamyndir (Einar Már Guðmundsson)