Skandali, fyrir okkur hin.

11.07.19.      (Tanja Rasmussen)

11.07.19.    (Tanja Rasmussen)

Þegar þú talar um hreinskilni

hugsa ég um dauðann.

Svört föt og stokkbólgin augu,

viðbjóðslega þrúgandi

þögn.

Fólk sem vandræðast

stefnulaust

í slaufur

og hringi.

 

Ég hugsa ekki

um hvítar lygar

eða leyndarmál

eða orð sem fengu ekki að sleppa,

ekki um blekkingar

eða feluleiki

eða hugsanir sem reynt var að kæfa.

 

Ég hugsa um dauðann.

 

Dauðann í hvítum sumarkjól,

sitjandi á gluggasyllu.

 

Dauðann í rauðum skóm,

dansandi um í haustlaufum.

 

Dauðann í grænni vetrarkápu,

ráfandi um snævi þakta Reykjavík að næturlagi.

Lognsær (Gunnar Dal)

Lognsær (Gunnar Dal)

Skammdegi (Þórdís Richardsdóttir)

Skammdegi (Þórdís Richardsdóttir)