Skandali, fyrir okkur hin.

Skammdegi (Þórdís Richardsdóttir)

Skammdegi (Þórdís Richardsdóttir)

Hús mitt frystikista

full af augum.

Stríðnisleg rödd þín

utan við mig

í myrkrinu.

Nóvember

síðan í vor.

Í gær var þér skotið

út í geiminn.

Ég afklæði sólkerfið

með augunum.

Þú fórst

einsog þú varst

og kemur

aftur einhvern daginn

einsog ekkert

hafi í skorist

illa greiddur

með strætó

ofanúr Breiðholti.

11.07.19.      (Tanja Rasmussen)

11.07.19.    (Tanja Rasmussen)

Slabb (Ægir Þór)

Slabb (Ægir Þór)