Skandali, fyrir okkur hin.

Landsmenn fá Skandala

Landsmenn fá Skandala

Hinir framsýnu meðal þjóðar vorrar hafa vonandi þegar uppgötvað sér til mikillar gleði að fyrsta tölublað Skandala hefur skilað sér innum lúguna eða í póstkassann. Síðustu forpöntuðu eintökin ættu að berast þeim sem bókuðu heimsendingu á morgun eða hinn. Þeim sem forkeyptu sér eintak án heimsendingar er vinsamlegast bent á að senda línu á:

skandali.timarit@gmail.com

eða í gegnum facebook til að komast að því hvar hægt er að sækja sitt eintak.

Þau hin ykkar sem ekki voruð svo hyggin að kaupa blaðið í forsölu þurfið þó ekki að örvænta þar sem gripurinn er nú (eða rétt að verða) fáanlegur í öllum helstu bókabúðum á Höfuðborgarsvæðinu, en auk þess í Bókakaffinu við fljótið á Egilsstöðum, Bókakaffinu Selfossi og Eymundsson á Akureyri og Ísafirði.

Þá minnum við á að hægt er að kaupa árs áskrift (2x tbl.) á 2500 kr. með heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins (+500 kr. utan).

Loks eru enn fáein eintök til sölu hjá meðlimum ritstjórnar. Áhugasamir hafið samband gegnum póstfangið hér að ofan.

Ekki hika því lagerinn dvínar hratt. Nældu þér í Skandala í dag og njóttu rigningarinnar.

Efni í 2. tbl.

Efni í 2. tbl.

Til hamingju með daginn Aldís

Til hamingju með daginn Aldís