Skandali, fyrir okkur hin.

Efni í 2. tbl.

Efni í 2. tbl.

Heil og sæl og gleðilegan septembermánuð.

Nú þegar haustið er formlega gengið í garð og alvara lífsins tekin við opnast einnig gáttir sköpunarinnar. Það er því vel við hæfi að ritstjórn Skandala auglýsir nú og hér með eftir efni til birtingar í öðru tölublaði blaðsins. Sem fyrr tökum við á móti textum af öllum sortum, hvort sem er ljóð, greinar, smá- eða örsögum, ritdómar, kvikmyndarýni, o.s.frv.; og auk þess teikningum, list, ljósmyndum, og í raun bara hverju sem er. Höfundar eru þó beðnir að skila inn með efni sínu örstuttri klausu (hámark 40 orð) um sjálf sín og verk. Skilafrestur er til og með 15. október. Öllu efni skal skilað inn sem viðhengi með pósti á netfangið:

skandali.timarit@gmail.com

Því miður er ekki hægt að umbuna höfundum að öðru leyti en því að allir fá höfundareintak blaðsins til eignar. Hins vegar mun sérskipuð dómnefnd vega og meta alla innsenda texta og mun einn heppinn þátttakandi hljóta smávægilega umbun á formi bókagjafa og gjafabréfa frá stuðningsaðilum.

Efni til birtingar

Efni til birtingar

Landsmenn fá Skandala

Landsmenn fá Skandala