Skandali leggur til að þú kynnir þér…

 
lestrarklefinnletur.jpg

Lestrarklefinn.is

Lestrarklefinn.is er vefmiðill um bækur, bókmenntir og lestur sem er haldið úti af fólki sem elskar að lesa. Þar er bæði hægt að finna bókaumfjöllun, leslista og umfjöllun um bókmenntaviðburði. Langtímamarkmið Lestrarklefans er að gera bókalestri hátt undir höfði og fjalla um bækur fyrst og fremst út frá lestraránægjunni. Lestrarklefinn hefur skapað sér sérstöðu fyrir að vera sá miðill sem fjallar hvað mest um barnabækur, auk annarra bókmennta.

53921456_824742577863412_5266506705289609216_n.jpg

Hjúpurinn hlaðvarp

Hjúpurinn er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar um lausnir við loftslagsvandanum. Lögð er áhersla á uppbyggilega og lausnamiðaða umræðu og hvað hver og einn getur gert til að stemma stigu við loftsbreytingum. Fylgist með á anchor.fm/hjupurinn og á Facebook og Instagram @ hjupurinn.


download.png

bókaútgáfan kallíópa

Bókaútgáfan Kallíópa var sett á fót haustið 2017 með það markmið að hjálpa ungum og óreyndum höfundum að stíga sín fyrstu skref. Í ágúst 2018 kom út fyrsta bókin á vegum útgáfunnar, skáldsagan Skotheld eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og hefur útgáfan síðan þá gefið út tvær ljóðabækur, Ceci n‘est pas une eftir Sjöfn Hauksdóttur og Blik eftir Hörð Steingrímsson. Nú í haust er stefnan svo sett á að gefa út ljóða- og smásagnasafn háskólanema en þar munu 10-15 háskólaskáld fá birt ljóð og smásögur.